Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti

 Krafa um jafnrétti - Mynd eftir Johannes Jansson hjá norden.org

Þann 24. október 2012, undirrituðu stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins viljayfirlýsingu um samstarf til að eyða kynbundnum launamun. Í desember 2012 skipaði velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Hópurinn var skipaður til tveggja ára með möguleika á framlengingu ákveði aðilar að halda samstarfinu áfram. Í maí 2013 var Rósa Guðrún Erlingsdóttir ráðin sem sérfræðingur á skrifstofu lífskjara og vinnumála hjá velferðarráðuneytinu og starfar hún með aðgerðahópi um launajafnrétti. Á fundi ríkisstjórnar, þann 24. október var samþykkt að framlengja skipunartíma aðgerðahópsins um tvö ár. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var óskað tilnefninga að nýju frá öllum hagsmuna- og aðildarfélögum sem sæti áttu í aðgerðahópnum og hann endurskipaður til tveggja ára frá 20. desember 2014 til 19. desember 2016.  - Nánar...

Morgunverðarfundur 24. október 2016

Burt með launamuninn - jafnrétti og jafnlaunamál á íslenskum vinnumarkaði

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir tillögur um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum á morgunverðarfundi á Reykjavík Hilton Nordica, mánudaginn 24. október næstkomandi kl. 8.00–10.30.

 

Sendu okkur ábendingu á postur@vel.isÁbendingar og athugasemdir
Áhugasamir eru hvattir til að koma ábendingum og athugasemdum til verkefnisstjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið postur@vel.is. með efnislínunni: Launajafnrétti.

Sjá einnig

Til baka Senda grein