Atvinnuréttindi útlendinga

Á námskeiðiLög um atvinnuréttindi útlendinga gilda um heimild útlendinga til atvinnu hér á landi. Samkvæmt lögunum er meginreglan sú að útlendingar þurfa atvinnuleyfi til að starfa hér á landi en þó er gert ráð fyrir ákveðnum undanþágum frá þeirri reglu, meðal annars á grundvelli aðildar ríkja að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Vinnumálastofnun sér um framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga.

Heimilt er að kæra ákvarðanir Vinnumálastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga um atvinnuréttindi útlendinga til velferðarráðuneytisins.

Til baka Senda grein