Atvinnutengd starfsendurhæfing

Farið yfir tengingarLög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða gilda um starfsendurhæfingarsjóði, framlög til þeirra og rétt einstaklinga til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar á vegum starfsendurhæfingarsjóða.

Markmið laganna er að tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu, í kjölfar veikinda eða slysa, atvinnutengda starfsendurhæfingu sem skal vera einn þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfa saman eins og kostur er og leitast við að skilgreina og sinna hlutverkum sínum með þeim hætti að sem flestir eigi þess kost að vera virkir á vinnumarkaði.

Öllum atvinnurekendum og þeim sem stunda sjálfstæða starfsemi er skylt að greiða iðgjald vegna sjálfra sín og launamanna er starfa hjá þeim til starfsendurhæfingarsjóðs. Iðgjald skal greitt í hverjum mánuði til þess lífeyrissjóðs sem lífeyrisiðgjald vegna launamanns, eða þess er stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, er greitt til. Iðgjald í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð var fyrst lögbundið með lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum nr. 73/2011.

Til baka Senda grein