Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Vitundarvakningin um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi var samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Hún starfaði á árunum 2012-2015. Hér má nálgast afurðir verkefnisins.

- Nánari upplýsingar...

Leiðin áfram eru tvö myndbönd ætluð 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Þar er farið í gegnum ferlið innan réttarvörslukerfisins eftir að kynferðisbrot hefur átt sér stað. -Sjá nánar... Stattu með þér! er stuttmynd ætluð miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. - Sjá nánar... Fáðu já! er stuttmynd sem skýrir mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vegur upp á móti áhrifum klámvæðingar og brýtur ranghugmyndir á bak aftur. Myndin er ætluð framhaldsskólastigi. - Sjá nánar...
Vitundarvakning og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr hafa gefið út fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum: Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. -Sjá nánar...

Vitundarvakning og Námsgagnastofnun Reykjavíkur hafa gefið út handbókina Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla. - Sjá nánar...

Sýningunni Krakkarnir í hverfinu er ætlað að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá. - Sjá nánar...

112 - Barnanúmerið

112 - barnanúmerið