Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Vitundarvakningin um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi var samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Hún starfaði á árunum 2012-2015. Hér má nálgast afurðir verkefnisins.

- Nánari upplýsingar...

18. nóvember

Evrópuráðið hefur ákveðið að 18. nóvember verði árlega helgaður vernd barna gegn kyferðislegri misnotkun. Hér að neðan er hægt að finna allt efni Vitundarvakningarinnar sem framleitt var árin 2012-2015 en auk þess er nú bent á stuttmynd, með íslensku tali, fyrir börn og kynningu fyrir uppalendur og alla þá sem vinna með börnum frá Róbert Spanó dómara við Mannréttindadómstól Evrópu.

Leiðin áfram eru tvö myndbönd ætluð 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Þar er farið í gegnum ferlið innan réttarvörslukerfisins eftir að kynferðisbrot hefur átt sér stað. -Sjá nánar... Stattu með þér! er stuttmynd ætluð miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. - Sjá nánar... Fáðu já! er stuttmynd sem skýrir mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vegur upp á móti áhrifum klámvæðingar og brýtur ranghugmyndir á bak aftur. Myndin er ætluð framhaldsskólastigi. - Sjá nánar...
Vitundarvakning og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr hafa gefið út fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum: Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. -Sjá nánar...

Vitundarvakning og Námsgagnastofnun Reykjavíkur hafa gefið út handbókina Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla. - Sjá nánar...

Sýningunni Krakkarnir í hverfinu er ætlað að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá. - Sjá nánar...

112 - Barnanúmerið

112 - barnanúmerið