Fræðsluefni

FjölbreytileikiVitundarvakning hefur tekið saman yfirlit yfir bækur, rit, kennsluefni og skýrslur sem fjalla um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Yfirlitið er meðal annars ætlað fyrir kennara og aðra sem koma að fræðslu um þennan málaflokk. Ábendingar, um fræðsluefni og aðila sem beita sér í forvörnum gegn ofbeldi á börnum, eru vel þegnar. Þeim má koma á framfæri í tölvupósti á postur@mrn.is.

Hér má nálgast yfirlit yfir ýmis samtök, stofnanir og rannsóknarsetur sem tengjast vernd barna.

Brúðuleikhús: Krakkarnir í hverfinu

Leiksýningin Krakkarnir í hverfinuFræðslusýningunni Krakkarnir í hverfinu er ætlað að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.

Í byrjun árs 2012 gerði Vitundarvakning, um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um að sýna, næstu þrjú árin, Krakkarnir í hverfinu fyrir öll börn í öðrum bekk í grunnskólum landsins. Vitundarvakningin fjármagnar sýningarnar og eru þær sýndar án endurgjalds.

Rauði kross Íslands keypti árið 1987 brúðurnar hjá bandarísku brúðuleiksýningunni Krakkarnir í hverfinu, The Kids on the Block. Tilefnið var alþjóðleg ráðstefna um ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Noregi. Sýningin var framlag Íslands á ráðstefnunni. Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sáu um að flytja sýninguna.

Árin 2005-2011 stóð Blátt áfram fyrir því, ásamt brúðuleikurunum Hallveigu og Helgu, að fara með sýninguna í skóla eftir því sem óskað var, gegn gjaldi. Samtökin Blátt höfðu fengið formlegt leyfi frá The Kids on the Block til að þýða og staðfæra efnið og sýna það í skólum. Velferðasjóður barna styrkti Blátt áfram til að koma sýningunni á fót.

Bréf til foreldra

 Bréf til foreldra á íslensku
 Bréf til foreldra á ensku
 Bréf til foreldra á pólsku
 Bréf til foreldra á litháísku
 Bréf til foreldra á tælensku
 Bréf til foreldra á portúgölsku
Til baka Senda grein