Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um sex hundruð biðlistaaðgerðir

Heilbrigðismálaráðherra hefur gert samning við fjórar heilbrigðisstofnanir um tæplega sex hundruð svokallaðar biðlistaaðgerðir á árinu. Samningurinn er gerður til að stytta biðtíma sjúklinga sem bíða eftir tilteknum læknisaðgerðum og stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali – sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnunin Akranesi. Flestar aðgerðirnar eru svokallaðar augnsteinaaðgerðir og fjölgar þeim á árinu um 500 frá því sem gera mátti ráð fyrir í reglulegri starfsemi viðkomandi stofnunar. Aðrar aðgerðir sem gerðar verða samkvæmt samningnum við stofnanirnar fjórar eru hjartaþræðingar og kransæðaútvíkkun, liðskiptaaðgerðir á mjöð og aðgerðir á hnjám.

Sjá nánar yfirlit um fjölda aðgerða: Biðlistaaðgerðir 2006 - yfirlit (pdf skjal) 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum