Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Þverfagleg siðanefnd um gagnagrunn - nóv. 2001

19. nóvember 2001

Þverfagleg siðanefnd um gagnagrunn
Jón Kristjánsson, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra, hefur skipað þriggja manna þverfaglega siðnefnd sem hefur það hlutverk að meta rannsóknir sem gerðar eru innan fyrirtækis rekstrarleyfishafa gagnagrunns á heilbrigðissviði og að meta fyrirspurnir sem berast í gagnagrunninn. Heilbrigðisráðherra skipaði Hjördísi Hákonardóttur, héraðsdómara, formann siðanefndarinnar án tilnefningar, en varamann hennar Áslaugu Björgvinsdóttur, lektor. Magnús R. Jónsson, læknir, er tilnefndur af landlækni, og er varamaður hans Elínborg Bárðardóttir, læknir. Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti, er tilnefndur af menntamálaráðherra, en varamaður hans er Viðar Guðmundsson, prófessor. Skipað er í nefndina samkvæmt 3. málsgrein 12. greinar laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem samþykkt voru í desember 1998,og 6. kafla reglugerðar nr. 32/2000 um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Siðanefndin getur kallað sérfræðinga til ráðuneytis eftir því sem þörf krefur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum