Hoppa yfir valmynd

Stök ræða fyrrum fjármálaráðherra

11. nóvember 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytiðKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 2009-2013

Lagður hornsteinn í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík

 

11. nóvember 2010, Háskólinn í Reykjavík

Lagður hornsteinn í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík

Forseti, borgarstjóri og ágæta samkoma

Ég undirbjó mig fyrir þennan merka viðburð með því að lesa í gærkvöldi bók Dularfullu stjörnuna, í þýðingu Lofts Guttormssonar, en í henni segir frá loftsteini sem stefnir á jörðina og allt stefnir í hörmuleg endalok mannkyns áður en bókin er einu sinni hálfnuð. En aðalpersóna vor, sjálfur Tinni, trúir á mátt vísindanna og upphefst nú kapphlaup þeirra þekkingarþyrstu sem ber þá meira að segja alla leið til Íslands.

Boðskapur bókarinnar er í stuttu máli að þrátt fyrir að dularfull ljós sjáist á himinskjánum er engin ástæða til að örvænta og leita á náðir dómsdagsspár og hindurvitna; - með vísindalegum rannsóknum má finna svarið.

Kæru fulltrúar Háskólans í Reykjavík

Á sama máta og loftsteinninn sem getið er um í Dularfullu stjörnunni varð til þess að fremstu vísindamenn heimsins flykktust til Íslands til að rannsaka og nema, leyfi ég mér að fullyrða að þessi loftsteinn, sem við leggjum nú sem hornstein að þessari glæsilegu byggingu Háskólans í Reykjavík, mun verða til þess að fremstu vísindamenn heims muni ekki aðeins flykkjast hingað til lands, heldur mun þess bygging hýsa og hlúa að framtíð íslensks og alþjóðlegs þekkingarsamfélags um komandi ár. Og auðvitað er það ekki aðeins loftsteinninn sem dregur að – heldur allt það merka vísinda- og fræðastarf sem hér er unnið af afbragðs kennurum og nemendum!

Til hamingju með húsið kæru nemendur, kennarar og aðrir velunnarar Háskólans í Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum