Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um undirbúning umsóknar til UNESCO um tilnefningu Snæfellsness sem Man and Biosphere svæðis

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 6. september 2023.

Stýrihópurinn hefur það hlutverk að skila inn umsókn til UNESCO f.h. íslenska ríkisins, þar sem Snæfellsnes verður tilnefnt sem Man and Biosphere svæði.

Man and Biosphere er verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar er unnið eftir samfélagssáttmála milli atvinnulífs, íbúa og stjórnsýslueininga og er um að ræða vettvang fyrir miðlun þekkingar og fræðslu um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda og samfélagslega þátttöku. Sýna þarf fram á stjórnunaráætlun, svæðisskiptingu, breiða þátttöku samfélagsins og áætlun um fræðslu og rannsóknir.

Verkefnið hefur fjögur meginmarkmið:
-Verndun líffræðilegs fjölbreytileika, bæta og efla þjónustu vistkerfa og styðja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
-Styrkja og efla sjálfbær samfélög, hagkerfi og byggðarlög sem þrífast í sátt við umhverfið.
-Styðja við fræðslu og rannsóknir á sviði líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærni og þannig auka þekkingu og getu á þessu sviði.
-Styðja við mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum jafnt og aðrar umhverfisbreytingar sem þeim fylgja.

Nú hafa 738 svæði í 134 löndum uppfyllt skilyrði til að komast í þennan hóp. MaB svæði búa yfir náttúruminjum og vistkerfum sem hafa mikla sérstöðu og alþjóðlegt verndargildi.

Vilji er til þess hjá heimamönnum á Snæfellsnesi, að Snæfellsnes verði fyrsta UNESCO Man and Biosphere svæðið á Íslandi. 

Sveitarfélagið Stykkishólmur, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem öll eru landfræðilega á Snæfellsnesi, hafa skipulagsábyrgð á því svæði sem lagt er til að verði UNESCO MaB svæði. Þetta er landsvæðið sem Svæðisskipulag Snæfellsness nær yfir, en það hefur um árabil fengið óháða Earth Check umhverfisvottun (www.nesvottun.is) fyrir sjálfbær samfélög. Þetta landsvæði er einnig starfssvæði Svæðisgarðs Snæfellsness. Vinna við að Snæfellsnes verði UNESCO MaB svæði hefur verið eitt af forgangsverkefnum Svæðisgarðsins síðastliðin þrjú ár og hafa sveitarfélögin fjögur sem öll eru í eigendahópi Svæðisgarðsins ásamt félögum úr atvinnulífi, lýst yfir vilja sínum á að verða hluti af UNESCO MaB svæði. Undirritaðar viljayfirlýsingar liggja fyrir frá sveitarfélögunum og Snæfellsjökulsþjóðgarði, sem verður kjarnasvæðið í UNESCO MaB á Snæfellsnesi.

Fyrir liggur skýrsla um undirbúningsvinnuna fyrir verkefnið. Þar má lesa um mögulegan ávinning fyrir nýsköpun og byggðaþróun, hvernig sú vinna sem þegar hefur verið unnin á Snæfellsnesi nýtist í þetta verkefni og greiningu á þeim skrefum sem þarf að stíga til þess að Snæfellsnes verði UNESCO MaB svæði. Í framhaldi af þessari undirbúningsvinnu er talið að það taki u.þ.b. þrjá til fimm mánuði að skila inn umsókn til UNESCO. Opnað er fyrir umsóknir til UNESCO í september ár hvert. 

Samkvæmt tilnefningu stjórnar Svæðisgarðsins á Snæfellsnesi
Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður,

Án tilnefningar
Dagný Arnarsdóttir
Steinar Kaldal

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Hákon Ásgeirsson

Samkvæmt tilnefningu menningar- og viðskiptaráðuneytis
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum