Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um þróun og stefnumótun um stafrænar lausnir og heilbrigðistæknilausnir við veitingu heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið

Er hópnum ætlað að vera samráðsvettvangur og ráðuneytinu til ráðgjafar við mótun stefnu og framtíðarsýnar í málaflokknum. Hlutverk hópsins er að fylgja eftir og innleiða stafræna stefnu ráðuneytisins og vinna aðgerðaáætlun til útfærslu á henni, þ.á.m. um samræmingu sjúkraskráa, innleiðingu kerfa fyrir fjarheilbrigðisþjónustu. Að auki verða meðal verkefna hópsins að skoða framtíð Heilsuveru, hvernig eigi að koma upp miðlægu gagnasafni ópersónugreinanlegra upplýsinga til að styðja við ákvarðanatöku og stefnumótun í málaflokknum, hvernig fjárfesta eigi í tækni- og hugbúnaði og með hvaða hætti hægt sé að samþætta grunna og notendaviðmót mismunandi stofnana. Er hópnum ætlað að vera samráðsvettvangur og ráðuneytinu til ráðgjafar við mótun stefnu og framtíðarsýnar í málaflokknum.
 
Hópurinn hefur jafnframt það hlutverk að vinna tillögu að stefnu um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu til ársins 2030, sem byggi á heilbrigðisstefnu, stafrænni stefnu heilbrigðisráðuneytisins og taki mið af markmiðum ríkisstjórnar um stafrænt Ísland. 

Stýrihópurinn getur kallað til sín aðra hag- og samstarfsaðila eftir þörfum, svo sem frá Sjúkratryggingum Íslands, Lyfjastofnun, Samtökum iðnaðarins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Nýja Landspítalanaum og notendaráði heilbrigðisþjónustunnar.

Stýrihópinn skipa

  • Ásta Valdimarsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Arnar Bergþórsson, án tilnefningar
  • Ingi Steinar Ingason, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Alma D. Möller, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Dagný Jónsdóttir, tilnefnd af Samtökum heilbrigðisfyrirtækja
  • Konráð Gylfason, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Björn Jónsson, tilnefndur af Landspítala
  • Hanna Kristín Guðjónsdóttir, tilnefnd af Landspítala
  • Svava María Atladóttir, tilnefnd af Landspítala
  • Agnar Guðmundsson, tilnefndur af Landssambandi heilbrigðisstofnana
  • Ingibjörg Eyþórsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Nanna Elísa Jakobsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Kristján Þorvaldsson, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands


Stýrihópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 12. desember 2022 til næstu fjögurra ára.

 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum