Hoppa yfir valmynd

Stjórn loftslagssjóðs

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipuð 6. september 2023.
Stjórn loftslagssjóðs er skipuð til tveggja ára samkvæmt 31. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. 

Stjórnin tekur ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum í samræmi við reglur sjóðsins. Stjórninni er heimilt að framselja óháðum aðila fjárhagslega umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi.  Ákvarðanir sem teknar eru um að veita styrki úr loftslagssjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi.  Ráðherra skal setja loftslagssjóði reglur þar sem m.a. skal kveðið á um umsóknir, mat þeirra og málsmeðferð. Þar skulu koma fram skilyrði umsókna og áherslur sjóðsins.


Án tilnefningar
Haraldur Benediktsson, formaður
Diljá Mist Einarsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Samstarfsnefndar háskólastigsins
Jón Geir Pétursson

Samkvæmt tilnefningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Guðmundur Hörður Guðmundsson

Samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
Hugrún Elvarsdóttir


Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum