Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvangs í innanhúsíþróttum

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hlutverk starfshópsins er að vera fulltrúar eigenda vegna uppbyggingar mannvirkisins. Hópnum er falið að leiða ákvarðanatöku fyrir hönd umbjóðenda sinna m.a. að fengnum tillögum frá framkvæmdanefnd og ráðgjafaráði. Hópurinn hefur það hlutverk að samþætta störf framkvæmdanefndar, ráðgjafaráðs og þeirra samráðshópa sem starfræktir verða vegna uppbyggingarinnar. Hópnum er jafnframt falið að fylgja tímasettri framkvæmdaáætlun eftir. Jafnframt verði hópnum falið að leiða frekari viðræður við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum og aðkomu aðila að þeirri uppbyggingu.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Arnar Þór Sævarsson, formaður, án tilnefningar
  • Huginn Freyr Þorsteinsson, tilnefndur af forsætisráðuneyti
  • Steinunn Sigvaldadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti

 

Skipunartími er til 31. desember 2024.

Starfsmaður hópsins er Örvar Ólafsson, sérfræðingur í málefnum íþrótta í mennta- og barnamálaráðuneyti.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum