Progress 2007-2013
 • Progress áætlunin

Jafnréttis- og vinnumálaáætlun

Meginmarkmið áætlunarinnar er að veita fjármagn til verkefna sem stuðla að markmiðum Evrópusambandsins á sviði jafnréttis-, félags- og vinnumála og hafa verið tilgreind í Lissabon-áætluninni. Velferðarráðuneytið hefur umsjón með Progress hérlendis.

Markmið Lissabon-áætlunarinnar er að:

 • Evrópskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfari þar sem áhersla er lögð á þekkingariðnað.
 • Skapa fleiri og betri störf innan Evrópu.
 • Þróa samfélag án mismunar.

Progress-áætlunin skiptist í fimm svið:

 • Atvinnumál.
 • Bætta vinnuvernd, þar á meðal aukið öryggi á vinnustöðum.
 • Stuðning við markmið um félagslega velferð og aukna þátttöku jaðarhópa í samfélagi.
 • Jafnrétti kynjanna.
 • Aðgerðir gegn mismunun og samfélag án aðgreiningar. Evrópusambandið hefur tilgreint fimm hópa sem eru í hættu á að verða fyrir mismunun og njóta ekki jafnra tækifæra.

Progress-áætlunin styrkir eftirfarandi gerðir verkefna:

 • Rannsóknir og greiningar.
 • Samstarfsverkefni milli landa.
 • Kynningar og verkefni sem leiða til vitundarvakningu í samfélaginu.
 • Stuðning við hagsmunaaðila, félagasamtök og stofnanir.
 • Fyrirmyndarverkefni.

Tvær leiðir eru mögulegar þegar sótt er um verkefni á vegum Progress:

 • Call for Tender: Eins konar verktakasamningar en þá er Evrópusambandið búið að fullmóta hugmynd en leitar eftir aðilum sem vilja framkvæma verkefnið. Þau verkefni eru að fullu greidd af Evrópusambandinu.
 • Call for Proposal: Verið er að óska eftir hugmyndum að verkefnum sem uppfylla eiga ákveðið markmið hjá Evrópusambandinu. Umsækjandi hefur nokkuð svigrúm til þess að móta hugmyndir að verkefni. Þessi verkefni eru styrkt að hámarki 80% af heildarkostnaði verkefnisins.

Auglýsingar eftir umsóknum birtast á heimasíðu áætlunarinnar en þar er einnig að finna allar upplýsingar um hana.

Nánari upplýsingar veitir landstengiliður áætlunarinnar, Linda Rós Alfreðsdóttir.