Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra

LífeyrisþegarLífeyristryggingar, sem falla undir lög um almannatryggingar, taka til ellilífeyris, örorkulífeyris, aldurstengdrar örorkuuppbótar, tekjutryggingar, örorkustyrks og barnalífeyris.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd lífeyristryggingaalmannatrygginga, laga um félagslega aðstoð, greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og framkvæmd laga um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.

Úrskurðarnefnd velferðarmála fjallar um ágreining sem rís um grundvöll, skilyrði og upphæð bóta eða greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Sama gildir um ágreining um endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu þeirra.

Til baka Senda grein