Slysatryggingar

Brotinn fóturSlysatryggingar, sem falla undir lög um almannatryggingar, taka til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf, hvers konar íþróttaæfingar, íþróttasýningar og íþróttakeppni. Með slysi er átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.

Sjúkratryggingar Íslands  annast framkvæmd slysatrygginga almannatrygginga og greiða bætur vegna slysa. Slysatryggingar eru ásamt sjúkratryggingum mikilvægur hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu.

Úrskurðarnefnd velferðarmála fjallar um ágreining sem rís um grundvöll, skilyrði og upphæð bóta eða greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Sama gildir um ágreining um endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu þeirra.

Til baka Senda grein