Fréttir

Guðbjörg Pálsdóttir og Óttarr Proppé

17/2/2017 : Ráðherra afhent skýrsla um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga afhenti heilbrigðisráðherra í gær skýrslu sem félagið hefur tekið saman um stöðu mönnunar í hjúkrun. Félagið lýsir áhyggjum af viðvarandi skorti á hjúkrunarfræðingum og leggur til aðgerðir til að bregðast við vandanum.

Lesa meira
Vinnumál

16/2/2017 : Búist við mikilli fjölgun starfa á þessu ári

Vinnumálastofnun reiknar með mikilli fjölgun starfa á þessu ári. Atvinnulausum fjölgaði verulega í janúar vegna sjómannaverkfalls, en jafnframt voru um 960 manns sem fóru af atvinnuleysisskrá. Þetta og margt fleira kemur fram í nýrri og endurbættri mánaðarskýrslu stofnunarinnar um stöðuna á vinnumarkaði.

Lesa meira
Ráðherra ásamt Ellen Calmon formanni ÖBÍ og Halldóri Sævari Guðbergssyni varaformanni

15/2/2017 : Fundur ráðherra og forystu ÖBÍ

Jafnrétti í víðu samhengi, starfsendurhæfing, virkni, örugg framfærsla og aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði með auknum atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk voru meðal fjölmargra mála sem bar á góma á fundi forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands með félags- og jafnréttismálaráðherra í dag.

Lesa meira
Ellý Alda Þorsteinsdóttir

15/2/2017 : Nýr skrifstofustjóri félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu

Ákvörðun hefur verið tekin um að skipa Ellý Öldu Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Ellý Öldu hæfasta úr hópi 21 umsækjanda um starfið.

Lesa meira
Bakgrunnsgögn

14/2/2017 : Fjöldi greininga staðfestir kynbundinn launamun

Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve munurinn er mikill.

Lesa meira
Vefsíðan posting.is

13/2/2017 : Upplýsingasíða um réttindi og skyldur útsendra starfsmanna

Félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði sl. föstudag nýja upplýsingasíðu; posting.is þar sem veittar eru upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem sendir eru til starfa á Íslandi.  

Lesa meira

13/2/2017 : Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016

Hér með eru birtar niðurstöður könnunarinnar Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016 sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir velferðarráðuneytið, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Landssamband eldri borgara.

Lesa meira

10/2/2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir lagt fram til umsagnar

Heilbrigðisráðherra leggur hér með fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, sem áformað er að leggja fram á núverandi þingi.

Lesa meira
Vísir

10/2/2017 : Félagsvísar 2016

Félagsvísar eru safn tölulegra upplýsinga sem varpa ljósi á fjölmörg atriði sem varða lífskjör þjóðarinnar og mismunandi stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Nú eru Félagsvísar birtir í fimmta sinn.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Dagur B. Eggertsson

3/2/2017 : Samningur um öryggisvistun á höfuðborgarsvæðinu

Félags- og jafnréttismálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu í dag samning sem kveður á um fyrirkomulag öryggisvistunar þeirra sem hennar þurfa með og um þjónustu við einstaklinga sem fengið hafa rýmkunardóma.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Soffía Lárusdóttir

2/2/2017 : Fundað með forstjóra Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra átti í dag fund með Soffíu Lárusdóttur, forstjóra Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem kynnti honum starfsemi stöðvarinnar, helstu verkefni, faglegar áherslur og nýmæli sem unnið er að.

Lesa meira

1/2/2017 : Jóhanna Fjóla sett forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur sett Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til eins árs, frá 1. febrúar 2017. Jóhanna var önnur tveggja umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat vel hæfa til að gegna starfinu.

Lesa meira

1/2/2017 : Kristján Sigurðsson skipaður forstjóri Sólvangs

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára frá 1. febrúar 2017. Kristján var valinn úr hópi þeirra þriggja umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat vel hæfa til að gegna starfinu.

Lesa meira
Ný og betri Frú Ragnheiður

1/2/2017 : Ný Frú Ragnheiður tekin í notkun

Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála ásamt borgarstjóranum í Reykjavík voru viðstaddir þegar Rauði krossinn í Reykjavík tók í notkun nýjan bíl til að sinna heilbrigðisaðstoð á götum borgarinnar. Frú Ragnheiði er ekið um götur borgarinnar sex sinnum í viku og sinna þrír sérhæfðir sjálfboðaliðar nálaskipta- og hjúkrunarþjónustu.

Lesa meira
Fyrsti fundur með forsetanum á Bessastöðum

31/1/2017 : „Aðstoðum fólk í neyð og sýnum hvernig samfélag Ísland er“

Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson, félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra

30/1/2017 : Þingmál félags- og jafnréttismálaráðherra á 146. löggjafarþingi

Yfirlit yfir þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á 146. löggjafarþingi hefur verið lagt fram samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis. Eftirtalin eru þingmál félags- og jafnréttismálaráðherra með upplýsingum um efni hvers þeirra og áætlun um hvenær þau verða lögð fram.

Lesa meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

30/1/2017 : Þingmál heilbrigðisráðherra á 146. löggjafarþingi

Yfirlit yfir þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á 146. löggjafarþingi hefur verið lagt fram samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis. Eftirtalin eru þingmál heilbrigðisráðherra með upplýsingum um efni hvers þeirra og áætlun um hvenær þau verða lögð fram.

Lesa meira
Merki velferðarráðuneytisins

29/1/2017 : Velferðarráðuneytið tekur til starfa í Skógarhlíð 31. janúar

Öll starfsemi velferðarráðuneytisins hefur verið flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í nýtt aðsetur við Skógarhlíð 6. Ráðuneytið tekur til starfa á nýjum stað þriðjudaginn 31. janúar.

Lesa meira
F.v. Egill Sigurðsson – Oddviti Ásahrepps, Trausti Runólfsson - íbúi á Lundi, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir - Hjúkrunarforstjóri Lundi, Óttarr Proppé - Heilbrigðisráðherra, Drífa Hjartardóttir - Stjórn

29/1/2017 : Ný hjúkrunardeild við Lund á Hellu tekin í notkun

Átta vel búnar hjúkrunaríbúðir eru í nýrri hjúkrunardeild við Lund á Hellu sem var formlega tekin í notkun síðastliðinn föstudag. Með tilkomu hennar eiga nú allir íbúar hjúkrunarheimilisins kost á einbýli. Deildin er hönnuð með þarfir heilabilaðra að leiðarljósi.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

27/1/2017 : Upplýsingar varðandi lokun hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs

Vel gengur að finna íbúum Kumbaravogs samastað en sem kunnugt er verður heimilinu lokað 31. mars næstkomandi. Af 29 íbúum eru átta þegar farnir af heimilinu og níu til viðbótar fara á allra næstu dögum.

Lesa meira

27/1/2017 : Jafnréttissjóður Íslands auglýsir styrki til umsóknar

Lausir eru til umsóknar styrkir úr Jafnréttissjóði Íslands. Styrkir verða veittir til verkefna sem nýtast til framfara á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 100 milljónir króna af fjárlögum þessa árs. Frestur til að sækja um styrk rennur út kl. 16.00 þann 31. mars.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson

26/1/2017 : Samningar við Reykjavík og Akureyri um móttöku flóttafólks

Félags- og jafnréttismálaráðherra undirritaði í dag samninga við borgarstjórann í Reykjavík og bæjarstjórann á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri.

Lesa meira
Fundur með UN Women

26/1/2017 : Ráðherra fundaði með landsnefnd UN Women á Íslandi

Félags- og jafnréttismálaráðherra átti í dag fund með framkvæmdastjóra landsnefndar UN Women á Íslandi. Tilgangur fundarins var að ræða áherslur landsnefndarinnar á sviði jafnréttismála, m.a. í tengslum við þau verkefni sem framundan eru á þessu sviði í velferðarráðuneytinu.

Lesa meira
Atvinnumál kvenna

26/1/2017 : Styrkir til atvinnumála kvenna fyrir frumkvöðlakonur

Auglýst er eftir styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2017 sem félags- og jafnréttismálaráðherra veitir. Til úthlutunar eru 35 milljónir króna og er hámarksstyrkur fjórar milljónir. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.

Lesa meira
Ásta Stefánsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Aldís Hafsteinsdóttir

24/1/2017 : Flóttafólk frá Sýrlandi boðið velkomið til landsins

Tvær fjölskyldur úr hópi flóttafólks frá Sýrlandi sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast hér að komu til landsins í gær. Fólkið sest að í Hveragerði og Árborg og var haldið með það þangað eftir stutta móttökuathöfn við komuna í Leifsstöð þar sem félags- og jafnréttismálaráðherra, forsvarsmenn sveitarfélaganna og Rauða krossins buðu fólkið velkomið.

Lesa meira
Heilbrigðisráðherrar OECD-ríkja / Mynd: © OECD

20/1/2017 : Yfirlýsing heilbrigðisráðherra frá fundi OECD í París

Fundi heilbrigðisráðherra aðildrarríkja OECD í vikunni lauk með sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna. Þar er fjallað um helstu áskoranir framundan í heilbrigðismálum og eftir hvaða áherslum skuli unnið til að bæta frammistöðu heilbrigðiskerfanna, sporna við sóun og mæta sem best þörfum sjúklinga.

Lesa meira
Frá undirritun samnings um móttöku flóttafólks

20/1/2017 : Tímamótasamingur um hlutverk RKÍ við móttöku flóttafólks

Stigið er skref í átt að því að jafna þjónustu við flóttafólk, hvort sem það kemur í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk) eða á eigin vegum, í nýjum samningi við Rauða kross Íslands (RKÍ) sem félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður RKÍ undirrituðu í dag.

Lesa meira
The-Nordic-Monitoring-System-2011---2014

19/1/2017 : Upplýsingar um mataræði, hreyfingu og holdafar Norðurlandabúa

Íslendingar innbyrða meira af sykurríkum matvælum en aðrir Norðurlandabúar og borða minna af grænmeti og ávöxtum. Fiskneysla er aftur á móti mest hér á landi. Þetta og margt fleira má lesa um í nýrri skýrslu um heilsuhegðun Norðurlandabúa sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

Lesa meira
Ráðherra fundar með forstjóra barnaverndarstofu ásamt aðstoðarmönnum sínum og skrifstofustjóra

19/1/2017 : Fundur ráðherra og forstjóra Barnaverndarstofu

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ræddu saman um helstu áherslur í starfi Barnaverndarstofu og verkefnin framundan á fundi í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá fundir ráðherra og Félagi eldri borgara í Reykjavík

18/1/2017 : Áhersla á atvinnumál eldri borgara á fundi ráðherra og FEB

Aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega var ofarlega á baugi á fundi Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, og forystu Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) í velferðarráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá fundir ráðherra og forsvarsmönnum ASÍ

18/1/2017 : Ráðherra fundaði með forystu ASÍ

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í dag fund með forystu Alþýðusambands Íslands til að ræða margvísleg efni á sviði vinnumarkaðsmála sem heyra undir ráðherrann og varða hagsmuni félagsmanna þessara fjölmennustu samtaka launafólks í landinu.

Lesa meira
Óttarr Proppé á fundi heilbrigðisráðherra OECD ríkja

18/1/2017 : Heilbrigðisráðherra ræddi hagnýtingu erfðaupplýsinga á fundi OECD

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um sérstöðu Íslands á sviði erfðarannsókna og álitamál tengd hagnýtingu erfðaupplýsinga í forvarnarskyni á fundi með heilbrigðisráðherrum OECD ríkja í París í gær.

Lesa meira
Frá fundi OECD

17/1/2017 : Heilbrigðisráðherrar OECD ríkja funda í París

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tekur þátt í fundi heilbrigðisráðherra OECD ríkja sem nú stendur yfir í París. Á fundinum er m.a. fjallað um hvernig bæta megi nýtingu fjár til heilbrigðismála og sporna við sóun. Útgjöld til lyfjamála vega þungt og gerði Óttarr það að umtalsefni í innleggi sínu á fundinum í dag.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Kristín Ástgeirsdóttir

16/1/2017 : Fundað um jafnréttismál og verkefnin framundan

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í morgun fund með Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, þar sem þau ræddu um helstu verkefni sem framundan eru á sviði jafnréttismála, með áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og innleiðingu jafnlaunastaðals.

Lesa meira

13/1/2017 : Aðstoðarmenn heilbrigðisráðherra

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson.

Lesa meira
Velferðarráðuneytið

13/1/2017 : Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

22 sóttu um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu sem auglýst var um miðjan desember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 9. janúar.

Lesa meira

12/1/2017 : Aðstoðarmenn félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Karl Pétur Jónsson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

Lesa meira
Þorsteinn Víglundsson og Eygló Harðardóttir

11/1/2017 : Þorsteinn Víglundsson nýr ráðherra félags- og jafnréttismála

Þorsteinn Víglundsson tók í dag við ráðherraembætti af Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, í velferðarráðuneytinu. Þorsteinn er félags- og jafnréttismálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Lesa meira
Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé

11/1/2017 : Óttarr Proppé tekinn við embætti heilbrigðisráðherra

Óttarr Proppé tók í dag við embætti heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Óttarr er 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis og hefur setið á Alþingi fyrir Bjarta framtíð frá árinu 2013.

Lesa meira

10/1/2017 : Viðurkenning líknarlækninga og sérhæfðra verkjalækninga sem viðbótarsérgreina

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um  menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Með reglugerðarbreytingunni eru líknarlækningar og sérhæfðar verkjalækningar viðurkenndar sem viðbótarsérgreinar.

Lesa meira