Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Málþing: Daglegt líf, afkoma og aðstæður öryrkja

Öryrkjabandalag Íslands, velferðarráðuneytið, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til málþings föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00–16.00 á Grand hóteli í Reykjavík.

Á málþinginu er fjallað um niðurstöður nýrrar rannsóknar á aðstæðum og afkomu öryrkja á Íslandi, en í rannsókninni var lögð áhersla á að fá fram sjónarhorn og reynslu fólks á örorkubótum. Rannsóknin var unnin með styrk frá Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ávörp flytja Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, mun fjalla um niðurstöður rannsóknarinnar en einnig munu Knútur Birgisson og Eiríkur Smith hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum ræða um fjölskyldur öryrkja og birtingarmyndir öryrkja í fjölmiðlum. María Dröfn Þorláksdóttir og Friðfinnur Steingrímsson lýsa sinni reynslu. Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, ræðir síðan hvað ný neysluviðmið velferðarráðuneytisins merkja fyrir afkomu fólks. Í lokin verður boðið upp á pallborð með þátttöku frummælenda og opnað er á umræður og fyrirspurnir. Málþingsstjóri er Emil Thóroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis, en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á málþingið. Óskir um táknmálstúlkun eða ritmálstúlkun komi fram í skráningu.

Dagskrá málþingsins


  1. Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra.
  2. Ávarp Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands.
  3. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.
    Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja – helstu niðurstöður rannsóknar.
  4. Friðfinnur Steingrímsson – reynslusaga.
  5. Knútur Birgisson, starfsmaður Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum.
    Fjölskyldur öryrkja og börn þeirra.
  6. María Dröfn Þorláksdóttir – reynslusaga.

    Kaffihlé kl. 14.30–15.00

  7. Eiríkur Smith, verkefnisstjóri á Rannsóknasetri í fötlunarfræðum.
    Afætan, letinginn og lúxusöryrkinn: Um birtingarmyndir öryrkja í fjölmiðlum.
  8. Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.
    Neysluviðmið fyrir einstaklinga og fjölskyldur á Íslandi: Hvað þýðingu geta þau haft?
  9. Pallborð með þátttöku frummælenda – umræður og fyrirspurnir.

Málþingsstjóri: Emil Thóroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum