Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Málþing um réttindi og ábyrgð á netinu 5. febrúar

Safer Internet Day 2013 - merki dagsins
Safer Internet Day 2013 - merki dagsins

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn í tíunda sinn á morgun 5. febrúar. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. SAFT - Samfélag, öryggi og tækni, stendur fyrir málþingi í tilefni dagsins frá kl. 13.00-16.00.

Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe, og yfir 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið frá ýmsum hliðum. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og sýnd í sjónvarpi næstu daga.

Málþing

Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands. Fundarstjórar verða Diljá Helgadóttir og Sigurbergur I. Jóhannsson, ungmennaráði SAFT.

Dagskrá málþingsins

Dagskrá:

13.00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið og veitir verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á netinu
13.15

Málstofa 1 – stofa H207

Skólinn, uppeldi og samfélagsmiðlar

Málstofa 2 – stofa H205

Tækni, öryggi og regluverk

  • Hver er draumaskólinn?
  • Tölvu- og töflumenning
  • Bætt upplýsingalæsi aukin meðvitund um netöryggi í grunnskólum landsins
  • Tölvur í leikskólum, til hvers?
  • Einelti
  • Fjárhættuspil
  • Klám á netinu
  • Ábyrgð foreldra
  • Félagsleg virkni og samskipti
  • Samfélagsmiðlar
  • Birtingamynd kynjanna
  • Farsímar, snjallsímar og spjaldtölvur
  • Opinn hugbúnaður og apps
  • Auðkenning á netinu
  • Tölvuský
  • Niðurhal
  • Frumvarp um  landslénið .is
  • IGF – umræðuvettvangur um skipulag og þróun  internetsins
  • Réttindi og skyldur á netinu
  • Almenn hegningarlög og úrræði við ólögmætu efni á netinu
  • Netsíun

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum