Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Landspítali - Gerum vefinn betri

Landspítali
Landspítali

Upplýsingavefur Landspítala verður uppfærður á árinu 2013 hvað varðar innihald, efnistök, skipulag efnis og útlit.  „Gerum vefinn betri“ er leiðarljós verksins sem er unnið af starfsmönnum Landspítala með stuðningi utanaðkomandi sérfræðinga.

Mikilvægt er að bjóða upp á góðan upplýsingavef fyrir sjúklinga, aðstandendur og alla þá fjölmörgu aðra sem eiga í samskiptum við spítalann.  Við uppfærsluna er því lögð áhersla á að fá ábendingar notenda um það hvernig hægt er að gera vefinn betri.

Óskað er eftir þátttöku notenda með því að svara nokkrum spurningum í meðfylgjandi könnun.  Niðurstaðan verður notuð af verkefnahópum til að bæta vefinn eins og kostur er.  Vefkönnuninni lýkur 26. febrúar 2013.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum