Hoppa yfir valmynd
18. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra heimsótti heilsugæsluna og sjúkrahúsið á Akureyri

Radherra ræðir við Nick Cariglia yfirlækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Radherra ræðir við Nick Cariglia yfirlækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti síðastliðinn föstudag Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Akureyrar til að kynna sér starfsemina og ræða ýmis málefni stofnananna sem eru ofarlega á baugi. Nýtt röntgentæki sem stórbætir greiningar var formlega tekið í notkun á sjúkrahúsinu við þetta tækifæri.

Heilsugæslustöðin þjónar íbúum Akureyrar og nágrannasveitarfélaganna, alls um 20.000 manns. Akureyri er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem ber ábyrgð á rekstri heilsugæslunnar og hefur gert það allt frá árinu 1997 þegar gerður var um það samningur við bæjarfélagið á grundvelli laga um reynslusveitarfélög. Rekstrarkostnaður heilsugæslustöðvarinnar samkvæmt fjárlögum þessa árs er um 566 milljónir króna. 

Margrét Guðjónsdóttir, Kristján Þór Júlíusson og Jón Torfi HalldórssonHeilbrigðisráðherra fundaði með Margréti Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra heilsugsælunnar og Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni sem lýstu verkefnum stöðvarinnar og helstu viðfangsefnum. Þau sögðu síðastliðið ár hafa verið erfitt og sögðu sérstakt áhygjuefni hve erfiðlega gangi að fá heilsugæslulækna til starfa. Níu læknar eru þar starfandi en þyrftu að þeirra mati að vera fjórtán til að anna verkefnum sem skyldi. Að meðaltali þurfa sjúklingar að bíða í átta virka daga eftir tíma hjá heimilislækni en ef þörfin er brýn geta sjúklingar leitað á bráðavakt heilsugæslustövðarinnar.

Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarStarfsemi sjúkrahússins jókst umtalsvert á liðnu ári

Heimsókn ráðherra á Sjúkrahúsið á Akureyri hófst á stuttum fundi með framkvæmdastjórninni þar sem meðal annars var farið yfir ýmsar stærðir í rekstrinum og þróun síðustu ára. Rekstrarkostnaður sjúkrahússins árið 2013 nemur 4,7 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum þessa árs. Stöðugildi á sjúkrahúsinu voru tæp 440 árið 2012 en starfsmenn um 800. Töluverð aukning varð þá í starfsemi sjúkrahússins samanborið við árið á undan. Sjúklingum fjölgaði um rúm 6%, fæðingum um 20% og komum á slysa- og bráðamóttöku um 7%. Dag- og göngudeildarstarfsemi jókst sömuleiðis milli ára og nam aukningin um 18% á dag- og göngudeild lyflækninga. Á fundinum með ráðherra kom fram að það sem af er þessu ári hafi komum á slysadeild fjölgað umtalsvert miðað við sama tíma í fyrra og er sú aukning að einhverju leyti rakin til læknaskorts á heilsugæslustöðinni.

Framkvæmdastjórnin ræddi sérstaklega við heilbrigðisráðherra um stöðu barna- og unglingageðlækninga þar sem enginn barna- og unglingageðlæknir er nú starfandi við sjúkrahúsið. Ráðherra lagði áherslu á að þetta mál verði að leysa til að tryggja mikilvæga þjónustu við íbúa á starfssvæði sjúkrahússins. Hann muni leggja málinu lið eftir því sem hann mögulega geti. 

Ný og fullkomin röntgentæki tekin í notkun

Heimsókn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Sjúkrahúsið á Akureyri lauk með því að tekin voru formlega í notkun ný röntgentæki á myndgreiningardeildinni. Tækin eru af fullkomnustu gerð og munu bæta verulega greiningarhæfni við rannsóknir og auka öryggi sjúklinga.

Nýju tækin skoðuð

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum