Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Viljayfirlýsing um samvinnu Íslands og Kína á sviði vinnumála

Eygló Harðardóttirog Yang Shiqiu
Eygló Harðardóttirog Yang Shiqiu

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Yang Shiqiu, vararáðherra mannauðs- og almannatryggingaráðuneytis Alþýðulýðveldisins Kína, undirrituðu nýlega sameiginlega viljayfirlýsingu um samvinnu Íslands og Kína á sviði vinnumála.

Undirritun yfirlýsingarinnar fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í liðinni viku. Í henni er meðal annars lýst vilja til þess að styrkja efnahagslegt og pólitískt samband Íslands og Kína og að bæði ríkin hafi að markmiði að efla heilbrigða vinnumálastefnu og starfshætti til að stuðla að nánari og víðtækari samvinnu og auka getu og hæfni beggja landa til að fjalla um vinnumál. Þar kemur einnig fram að ríkin líti til markmiða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem þau bæði eiga aðild að, að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi og að ríkin einsetji sér að bæta vinnuskilyrði og lífskjör í hvoru landi fyrir sig og vernda, efla og framfylgja grundvallarréttindum launafólks, að teknu tilliti til ólíkrar uppbyggingar á landsvísu og menningarlegs og sögulegs bakgrunns.

Að undirritun lokinni


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum