Fréttir

Nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

25/5/2016

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Hákon Stefánsson formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Hákon tekur við af Birni Zoëga sem hefur sagt sig sig frá stjórnarformennskunni vegna starfa sinna erlendis.

Heilbrigðisráðherra skipar stjórn Sí samkvæmt lögum um sjúkratryggingar, til fimm ára í senn. Núverandi stjórn var skipuð 15. ágúst 2014 til sama tíma árið 2018.

Hlutverk stjórnar er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma. Formaður stjórnarinnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi hennar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í samræmi við ákvæði laga og ef rekstur er ekki í samræmi við fjárlög.

Til baka Senda grein