Hoppa yfir valmynd
18. maí 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fyrsti starfsdagur Ráðgjafarstofu í Sóltúni


Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofunnar.Ný starfsstöð Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var opnuð í Sóltúni 26 í dag. Töluverður erill var frá því að opnað var kl. 9 í morgun og í lok dags höfðu rúmlega 30 manns leitað sér ráðgjafar.

Síðdegis hitti Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, starfsfólk Ráðgjafarstofu í Sóltúni og kynnti sér starfsemina. Þar starfa nú 10 starfsmenn. Jafnframt er verið að fjölga starfsfólki Ráðgjafarstofunnar á Hverfisgötu og verða starfsmenn á starfsstöðvum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna alls 29 innan skamms.

Þeir sem leita til starfsstöðvar Ráðgjafarstofunnar í Sóltúni geta komið fyrirvaralaust og þurfa ekki að panta tíma í ráðgjöf. Þar eru veittar grundvallarleiðbeiningar um möguleg úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Ef þörf er fyrir frekari aðstoð er fólki vísað áfram til Ráðgjafarstofunnar á Hverfisgötu þar sem farið er nánar í saumana á aðstæðum hvers og eins.

Þess er vænst að efling Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna muni styrkja starfsemina verulega, bæta þjónustu og stytta biðtíma.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum