Hoppa yfir valmynd
15. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Unnið að fjölþættum aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna

Á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins er nú unnið að fjölþættum aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna. Meðal þess sem taka þarf á í þessu samhengi er sú þunga greiðslubyrði sem leiðir af yfirveðsettum bílum. Markmið stjórnvalda er sem fyrr að ná samhengi milli skuldastöðu heimilanna og greiðslugetu þeirra. Útfærslur eru enn í vinnslu og verða þær kynntar síðar.

Ágreiningur er fyrir dómstólum um lagalega stöðu lánasamninga í íslenskum krónum sem tryggðir eru með vísan til vísitölu erlendra gjaldmiðla. Aðgerðir stjórnvalda nú breyta í engu þeim ágreiningi og munu aldrei verða til að taka betri rétt af lánþegum sem tekið hafa lán, fari svo að dómstólar komist að niðurstöðu í samræmi við kröfur lánþega. Óþarfi er því að óttast að fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda hafi neikvæð áhrif á réttarstöðu skuldara.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum