Hoppa yfir valmynd
25. október 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Skilyrði fyrir tæknifrjóvgun í endurskoðun

Til stendur að endurskoða reglugerð um tæknifrjóvgun. Meta skal til dæmis hvort einhleypar konur fá að gangast undir tæknifrjóvgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lætur nú endurskoða og meta reglugerðina um tæknifrjóvgun sem að stofni til er frá 1996. Tilmæli hafa borist frá ýmsum aðilum, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins, þar sem ráðuneytið hefur verið hvatt til að breyta lögum, eða reglugerð um tæknifrjóvgun, með það að markmiði meðal annars að heimila einhleypum konum að gangast undir tæknifrjóvgun. Eins og málum er fyrirkomið nú eru tæknifrjóvganir skilyrtar við konur sem eru í hjúskap, staðfestri sambúð eða í óvígðri sambúð. Þetta þýðir að kona í föstu óskráðu sambandi á ekki rétt á tæknifrjóvgun. Í nefnd ráðherra eru: Sólveig Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálráðuneytinu, formaður, Reynir Tómas Geirsson, prófessor, tilnefndur af Landspítala, Kristján Oddsson, aðstoðarlandlæknir, tilnefndur af Landlæknisembættinu, Benedikt Ó. Sveinsson, læknir, tilnefndur af Læknafélagi Íslands, Guðmundur Arason, læknir, tilnefndur af ART Medica - IVF Iceland og Þórunn Halldórsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Vísindasiðanefnd.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum