Sérhæfð heilbrigðisþjónusta utan stofnana

SneiðmyndatakaÍ lögum um heilbrigðisþjónustu kemur fram að sérhæfð heilbrigðisþjónusta sé veitt á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, sérhæfðum heilbrigðisstofnunum, öðrum heilbrigðisstofnunum og starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna (þar er veitt margvísleg sérfræðiþjónusta á sérsviði heilbrigðisstétta, ýmist af einum sérfræðingi eða fleirum sem reka saman starfsstofur).

Ráðherra getur veitt sjúkrahúsum og öðrum sérhæfðum heilbrigðisstofnunum, sem reknar eru af ríkinu, heimild til að skipuleggja heilbrigðisþjónustu á einkaréttarlegum grundvelli fyrir ósjúkratryggða einstaklinga sem koma til landsins gagngert í því skyni að gangast undir tiltekna aðgerð eða meðferð, enda skerði það ekki lögbundna þjónustu stofnunarinnar.

Embætti landlæknis hefur eftirlit með að heilbrigðisþjónustan uppfylli faglegar kröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma.

Greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur er háð því að um hana hafi tekist samningur milli rekstraraðila og ríkisins samkvæmt ákvæðum VII. kafla  laga um heilbrigðisþjónustu og lögum um sjúkratryggingar, nema fyrir liggi einhliða ákvörðun ráðherra um greiðsluþátttöku á grundvelli sérstakrar heimildar í öðrum lögum.

Til baka Senda grein