Geislavarnir

MyndatakaLögum um geislavarnir er ætlað að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum í því skyni að takmarka skaðleg áhrif hennar. Markmiði laganna skal náð með markvissum aðgerðum, m.a. eftirliti með allri meðferð geislavirkra efna og geislatækja, athugunum og rannsóknum, vöktun á geislavirkum efnum í umhverfi, viðbúnaði við geislavá og fræðslu og leiðbeiningum um geislavarnir.

Geislavarnir ríkisins hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum. Jafnframt snýr hlutverk stofnunarinnar að leyfisveitingum vegna geislavirkra efna, mati á áhættu við notkun geislunar og eftirliti með geislatækjum og geislavirkum efnum.

Til baka Senda grein