Slysavarnir

Spennum beltinVelferðarráðuneytið fer með framkvæmd laga og reglugerða sem tengjast slysavörnum ásamt stefnumótun. Í því skyni er Embætti landlæknis meðal annars falið að gegna hlutverki miðstöðvar ofbeldis- og slysaforvarna á Íslandi og að vera faglegur ráðgjafi stjórnvalda á því sviði. Embættið stuðlar að samvinnu meðal þeirra sem vinna að ofbeldis- og slysaforvörnum. Á vegum embættisins er jafnframt unnið að fræðsluefni um ofbeldis- og slysaforvarnir fyrir fagfólk og almenning til notkunar í skólum, á heilsugæslustöðvum, í íþróttamiðstöðvum og víðar. Meginmarkmiðið með starfinu er að draga úr tíðni slysa og ofbeldis hér á landi.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Samkvæmt vinnuverndarlögum ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati. Markmiðið er að stuðla að öryggi og heilbrigði starfsfólks og koma í veg fyrir heilsutjón vegna vinnunnar eða vinnuumhverfisins. Jafnframt kemur fram í lögunum að tilgangur þeirra sé að tryggja skilyrði fyrir því, að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál, í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og í samræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.

Til baka Senda grein