Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um verndun hafsvæða

Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra hefur skipað stýrihóp sem hefur það hlutverk að leiða vinnu eru lýtur að því að skilgreina áherslur Íslands varðandi verndun hafsvæða innan íslenskrar lögsögu.   

Hlutverk stýrihópsins er að: 

Rýna stjórnkerfi verndunar og nýtingar hafsins hér við land í ljósi áherslu á staðbundnar og árangursríkar verndaraðgerðir í hafi (other effective area based conservation measures; OECM´s).

Draga saman þekkingu sem er til varðandi hafsvæðið við Ísland og afmarka svæði sem hafa mikið verndargildi og svæði sem eru í hættu á að vera raskað. Til þess þarf að leita til sérfræðinga utan ráðuneytisins og stofnana þess. 

Greina svæði með kerfisbundnum hætti og forgangsraða m.t.t. vistfræðilegrar sérstöðu ógna og álags og gera tillögur að svæðum sem þurfa verndunar við og afmörkun þeirra.

Í nefndinni eiga sæti:

        Björn Helgi Barkarson, tilnefndur af matvælaráðuneytinu, formaður,

Agnar Bragi Bragason, tilnefndur af matvælaráðuneytinu,

  Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, tilnefnd af Hafrannsóknastofnun,

Hugi Ólafsson, tilnefndur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu,

Snorri Sigurðsson, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands,

Þórdís Björt Sigþórsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun.

 

 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum