Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um verkefni Nýja Landspítalans ohf. - NLSH ohf.

Heilbrigðisráðuneytið

Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 24. maí 2019 var samþykkt tillaga heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um að skipa stýrihóp sem ætlað er að annast umsjón og samþættingu allra þátta skipulags framkvæmda við Landspítala.  

Stýrihópnum er ætlað að hafa yfirsýn yfir öll verkefni NLSH ohf., staðfesta áætlanir og tryggja að verkefnið lúti áherslum stjórnvalda varðandi hlutverk Landspítala, áætlunum um verkefni og rekstur hans og byggi á stefnu í heilbrigðismálum. 

Hlutverk stýrihópsins er að bera ábyrgð gagnvart heilbrigðisráðuneytinu og fjármála- og efnhagsráðuneytinu, móta stefnu, annast yfirstjórn og samhæfingu allra þátta verkefnisins og veita ráðgjöf um þróun á hlutverki Landspítala, rekstrarforsendur og umbætur í nýju starfsumhverfi. 

Stýrihópinn skipa 

  • Ásgeir Margeirsson, formaður 
  • Ásta Valdimarsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu
  • Guðmundur Árnason, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Runólfur Pálsson, Landspítala
  • Gunnar Guðni Tómasson, Landsvirkjun

Stýrihópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra frá 25. ágúst 2020 til tveggja ára. Þá var skipunartími hópsins framlengdur til 25. ágúst 2024.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum