Hoppa yfir valmynd

Starfshópur vegna starfshlutfalls ljósmæðra

Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur til að skoða áhrif dreifðs starfshlutfalls ljósmæðra á vaktahvata í vaktavinnu sem Ljósmæðrafélag Íslands hefur vakið athygli á við ráðuneytið.
 
Starfshópurinn verður undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og er ætlað að skoða eftirfarandi þætti
· Hvernig leysa megi þann vanda sem lýst er hér að neðan og veldur neikvæðum áhrifum á kjör ljósmæðra.  
· Mönnun ljósmæðra nú og til framtíðar með áherslu á sem besta nýtingu fagþekkingar ljósmæðra innan heilbrigðisþjónustunnar (task shifting og task sharing).

Stór hluti ljósmæðra sem vinnur vaktavinnu á meðgöngu-, fæðingar- og sængurkvennadeildum, starfar á fleiri en einum stað, gjarnan í sjálfstæðu starfi við heimaþjónustu í sængurlegu á samningi við SÍ. Það verður til þess að meðaltal starfshlutfalls ljósmæðra á Landspítala er lágt eða um 70% þann 1. maí 2023. Svo lágt starfshlutfall veldur því að ljósmæður eiga erfitt með að ná vaktahvata vegna þeirra skilyrða sem eru bundinn við hann.
 
Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast undanfarin 25 ár og hefur haft jákvæð áhrif á öryggi nýbura og sængurkvenna þrátt fyrir snemmútskriftir af fæðingarstofnun. Þjónustan hefur stytt sjúkrahúslegu eftir fæðingu mikið en hún er styst hérlendis m.v. sambærileg lönd auk þess sem endurinnlagnir eru fátíðari.
 
Sá ávinningur sem hlýst af öruggum snemmútskriftum móður og barns/a eftir fæðingu vegur því upp á móti þeim vanköntum að ljósmæður dreifi starfskröftum sínum á fleiri staði og erindi Ljósmæðrafélags Íslands til ráðuneytisins er að tekið sé tillit til þessa í vaktahvötum ljósmæðra.

Vaxandi þörf fyrir þekkingu og færni heilbrigðisstarfsfólks hefur skapað alþjóðlegan mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustu. Í því tilliti hefur áhersla verið lögð á að skoða sem besta nýtingu fagþekkingar heilbrigðisstarfsmanna þannig að hver stétt nýti þekkingu sína og færni til fulls. Fagþekking ljósmæðra er sértæk og ástæða til að skoða hvernig hún nýtist sem best. 

Starfshópinn skipa

  • Dagmar Huld Matthíasdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Runólfur Birgir Leifsson, án tilnefningar
  • Guðlaug Einarsdóttir, án tilnefningar
  • Unnur Berglind Friðriksdóttir, tilnefnd af Ljósmæðrafélagi Íslands
  • Emma Marie Swift, tilnefnd af Námsbraut í ljósmóðurfræðum innan Háskóla Íslands
  • Birna M. Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, tilnefnd af Landspítalanum
  • Anna Sigríður Vernharðsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Guðlaug María Sigurðardóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 7. september 2023 og skila tillögum til ráðherra fyrir 15. maí 2024. 

 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum