Hoppa yfir valmynd
27. desember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vetrarhæfileikarnir 2013

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

Ávarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra
Setning Vetrarhæfileikanna 2013

Verið öll velkomin á Vetrarhæfileikana 2013

Í júni 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun  um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, sem felur í sér ýmsar aðgerðir til að bæta stöðu þessa hóps. Kennir þar ýmissa grasa eins og gengur og gerist í lífinu. Aðgengi, atvinna, félagsleg vernd og sjálfstætt líf, heilbrigði, ímynd og fræðsla, mannréttindi, menntun og þátttaka.

Kjarni þingsályktunartillögunnar er að „rutt verði burt hindrunum, huglægum og efnislegum, sem standa í vegi fyrir því að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi byggt á eigin ákvörðunum.“

Viðhorf til fatlaðs fólks eru oft á tíðum hindrun á vegi þess til sjálfstæðis og lífsfyllinginar. Um leið fer samfélagið á mis við það að njóta litbrigða mannlífsins.

Vetrarhæfileikarni sem nú munu senn hefjast marka upphaf að ímyndarátaki sem ætlað er að vekja athygli á hæfileikum fólks og halda því til haga hve dýrmætt það er að geta öll sameinast í fjölbreytileikanum.

Í kvöld  hefjast birtingar auglýsinga  í sjónvarpi og netmiðlum sem ætlað er að vekja með jákvæðum og skemmtilegum hætt athygli á styrkleikum fatlaðs fólks og hæfileikum.

Það stefnir því allt í að þetta verði  skemmtilegasti föstudagur ársins.

Með þeim orðum set ég Vetrarhæfileikana 2013.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum