Vinnumálastofnun

Stofnanir

Vísindasiðanefnd

Samkvæmt reglugerð nr. 286/2008 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði skipar velferðarráðherra sjö manna nefnd, Vísindasiðanefnd, til að fjalla um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nefndin starfar undir yfirstjórn velferðarráðherra. Hlutverk hennar er að meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 442/2004 um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum og aðrar áætlanir um vísindarannsónir á heilbrigðissviði. Vísindasiðanefnd skal einnig taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Beiðnir um mat á vísindarannsókn skulu sendar skrifstofu nefndarinnar ásamt nákvæmri rannsóknaáætlun og öðrum gögnum samkvæmt starfsháttum Vísindasiðanefndar.