Hoppa yfir valmynd

Uppbygging áfangastaða

Hlutverk starfshópsins „Uppbygging áfangastaða“ er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps 4-5 útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.

Meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:

  • Áfangastaðastofur
  • Áfangastaðaáætlanir
  • Uppbygging segla (Varða)
  • Landsáætlun og svæðisskipulag
  • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
  • Samgöngur á landi
  • Öryggisinnviðir
  • Aðgengi að ferðamannastöðum

Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu. 

Skipan hópsins

Formaður: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Ásborg Ósk Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu
Ása Ögmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu
Hanna Dóra Hólm Másdóttir, sérfræðingur hjá Innviðaráðuneytinu
Sölvi R. Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu
Birna María Þorbjörnsdóttir, Landsbjörgu
Stefanía Karlsdóttir, Grund við Stuðlagil (tilnefndur af SAF)
Pétur Óskarsson, Viator (tilnefnd af SAF)
Díana Jóhannsdóttir (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga)

Með hópnum starfa:
María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi RATA
Guðný Hrafnkelsdóttir, menningar- og viðskiptaráðuneytið
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, Ferðamálastofa

„Það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur hefur verið settur í undirbúning fyrir vinnu við aðgerðaáætlun nýrrar ferðamálastefnu. Ég hef fengið það hlutverk að leiða vinnu hóps um uppbyggingu áfangastaða þar sem áherslan verður meðal annars á áfangastaðaáætlanir, framkvæmdasjóð ferðamannastaða, samgöngumál, öryggi og aðgengi. Þetta verkefni er mjög brýnt og af mörgu að taka. Okkar áhersla verður á forgangsröðun aðgerða í góðu samtali við ferðaþjónustuna um allt land. Ég hlakka til að skila af okkur markvissum tillögum í haust og ekki síður þess að vinna með ferðaþjónustunni að okkar framtíðarsýn,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og formaður starfshóps um uppbyggingu áfangastaða.

Tímalína

 

Gagnasafn

 
Síðast uppfært: 7.12.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum