Hoppa yfir valmynd

Gildandi byggðakort fyrir Ísland

Byggðakort fyrir Ísland gildir fyrir tímabilið 1. júlí 2014 til 31. desember 2021. Byggðakortið skilgreinir á hvaða svæðum á Íslandi unnt er að veita svokallaða byggðaaðstoð í samræmi við leiðbeinandi reglur ESA þar um. Byggðaaðstoð eða svæðisbundin ríkisaðstoð er stuðningur ríkis eða sveitarfélaga til að efla byggðaþróun og efnahagslíf á ákveðnu landsvæði. Kortið skiptist í höfuðborgarsvæðið (Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi) og Ísland utan höfuðborgarsvæðisins (Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi). Á síðarnefnda svæðinu, þar sem rúmlega 35% þjóðarinnar búa, er mögulegt að veita byggðaaðstoð samkvæmt reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð.

Byggðaaðstoð er ýmist veitt að fengnu samþykki ESA að undangenginni tilkynningu stjórnvalda um fyrirhugaðar ráðstafanir, eða í samræmi við reglur um aðstoð sem undanþegin er tilkynningarskyldu, sbr. kafli um byggðaaðstoðar vegna fjárfestingarverkefna í reglugerð (ESB) um almenna hópundanþágu (GBER). Ígildi aðstoðar getur numið 15% af styrkhæfum fjárfestingarkostnaði þegar um stór fyrirtæki er að ræða en hámarks hlutföllin eru 25% og 35% fyrir meðalstór og lítil fyrirtæki.

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum