Hoppa yfir valmynd

Þjónustusamningur - Öryggisfjarskipti ehf.

Þjónustusamningur við Öryggisfjarskipti ehf.

Fjarskiptasjóður gerði þjónustusamning fyrir hönd ríkissjóðs þann 10. mars 2016 við Öryggisfjarskipti ehf. um úrbætur til eflingar áreiðanleika fjarskipta á Vestfjörðum. Um er að ræða samning í almannaþágu (PSO – public service obligation sbr. ákvörðun 2012/21/ESB). 

Samningurinn var gerður í kjölfar viljayfirlýsingar milli fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar ohf. frá 10. febrúar 2016. Þar sem almannahagsmunir eru í húfi var talið nauðsynlegt að efla fjarskiptatengingar á Vestfjörðum með þeim hætti að um landsvæðið liggi ljósleiðarastrengur sem leysi af hólmi varasamband um örbylgju. Er það í samræmi við hlutverk sjóðsins sem er m.a. ætlað að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála í samræmi við fjarskiptaáætlun og úthluta fjármagni til verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna. 

Tilboð í útboði Ríkiskaupa f.h. fjarskiptasjóðs á seinni verkhluta ljósleiðarahringtengingar Vestfjarða voru opnuð 28. janúar 2016. Eitt tilboð barst að upphæð 369 milljónir króna. Önnur tilboð bárust ekki. Kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs sem lesin var upp á opnunarfundi var 136 milljónir króna. Sú markaðskönnun staðfesti að ekkert fjarskiptafyrirtæki gat tekið að sér uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfisins gegn ásættanlegum opinberum stuðningi. 

Við gerð þjónustusamningsins var haft samráð við lögfræðinga Ríkiskaupa og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þjónustusamningurinn er til 7 ára og er samningsupphæðin til greiðslu stofnkostnaðar allt að 190 milljónir króna. Fyllsta hagræðis verður gætt til þess að lágmarka opinberan stuðning við verkið. Stefnt er að verklokum eigi síðar en 1. nóvember 2016. 

Síðast uppfært: 1.2.2022 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum