Hoppa yfir valmynd
F. Alþjóðastarf

Lýsing á aðgerð

Utanríkisráðuneyti nýti áfram öll tækifæri til að leggja ríka áherslu á mannréttindi hinsegin fólks í alþjóðlegu samstarfi og í samskiptum við önnur ríki og leitist þannig við að hafa jákvæð áhrif á stöðu hinsegin fólks um allan heim. Stjórnvöld nýti sér þá stöðu og reynslu sem Ísland hefur þegar kemur að réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks til að auka vernd og réttindi þess annars staðar í heiminum.

Markmið aðgerðarinnar verði að stjórnvöld leggi sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í utanríkisstefnu Íslands.

    Tímaáætlun: 2022–2025.

    Ábyrgð: Utanríkisráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Aðalinntak heimsmarkmiðanna um að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.

Staða verkefnis í október 2023: Ísland beitir sér áfram fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi, þ.á.m. á vettvangi ríkjahóps um jafnrétti (e. Equal Rights Coalition). Einnig styður Ísland við starf UN Free and Equal sem starfar innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna og leggur til fjármagn til Global Equality Fund sem beinir stuðningi sérstaklega að baráttu hinsegin fólks. 

Réttindi hinsegin fólks voru áherslumál íslensku formennskunnar í Evrópuráðinu 2022-2023.Í ræðum ráðherra á vettvangi Evrópuráðsins hefur verið lögð áhersla á réttindi hinsegin fólks auk þess sem íslenska formennskan hefur staðið fyrir sérstökum viðburðum um hinsegin málefni þar sem leitast hefur verið við að varpa ljósi á stöðu viðkvæmra hópa. Í tengslum við formennskuna var Ísland gestgjafi IDAHOT+ Forum vorið 2023.

Ábyrgð

Utanríkisráðuneytið

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum