Hoppa yfir valmynd

Aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks

Mælaborð

Þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022–2025 var samþykkt á Alþingi í júní 2022. Áætlunin er sú fyrsta sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks.

Áætluninni fylgir 21 aðgerð en hver og ein þeirra miðar að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks, samfélaginu öllu til hagsbóta. Aðgerðirnar eru margvíslegar og snerta sumar mörg svið og þar af leiðandi fleira en eitt ráðuneyti, sem og stofnanir, sveitarstjórnir, félagasamtök og hagsmunaaðila. Lögð er áhersla á fræðslutengd verkefni og vitundarvakningu um málefni hinsegin fólks, enda mikilvægt að auka þekkingu og búa til farveg fyrir málefnalega umræðu um stöðu og réttindi hinsegin fólks. Jafnframt er vikið að lagabreytingum, rannsóknum, stefnumótun og fleiru.

 
AðgerðFlokkurRáðuneyti
Framkvæmdasjóður hinsegin málefnaA. StjórnsýslanForsætisráðuneytið
Staða Íslands á regnbogakorti ILGA-EuropeA. StjórnsýslanForsætisráðuneytið
Fræðsla fyrir stjórnendur ríkisins um hinsegin málefniB. Fræðsla og forvarnirFjármála- og efnahagsráðuneytið
Fræðsla um hinsegin málefni fyrir lögregluB. Fræðsla og forvarnirDómsmálaráðuneytið
Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfiB. Fræðsla og forvarnirMennta- og barnamálaráðuneytið
Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélagaB. Fræðsla og forvarnirInnviðaráðuneytið
Kortlagning á stöðu og réttindum hinsegin fólks á ÍslandiC. Rannsóknir, úttektir og kortlagningForsætisráðuneytið
Líðan hinsegin öryrkja og aldraðraC. Rannsóknir, úttektir og kortlagningForsætisráðuneytið
Líðan hinsegin fólks á landsbyggðinniC. Rannsóknir, úttektir og kortlagningForsætisráðuneytið
Líðan hinsegin barna og ungmenna í skólumC. Rannsóknir, úttektir og kortlagningMennta- og barnamálaráðuneytið
Hinsegin fólk og heimilisofbeldiC. Rannsóknir, úttektir og kortlagningFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Aðgengi trans fólks – vinnustaðir, sundstaðir, íþróttamannvirkiC. Rannsóknir, úttektir og kortlagningForsætisráðuneytið
Fjölbreytileiki á vinnumarkaðiD. VinnumarkaðurFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Hinsegin sjávarútvegur og landbúnaðurD. VinnumarkaðurMatvælaráðuneytið
Hatursorðræða og hatursglæpir – lagabreytingarE. Lög og reglurDómsmálaráðuneytið
Breytingar á reglugerðum um hollustuhættiE. Lög og reglurUmhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið
Verklagsreglur teymis Landspítala um kynvitund og breytingar á kyneinkennumE. Lög og reglurHeilbrigðisráðuneytið
Reglugerð um heilbrigðisþjónustuE. Lög og reglurHeilbrigðisráðuneytið
Reglugerð um blóðgjafirE. Lög og reglurHeilbrigðisráðuneytið
Útfærsla söfnunar og skráningar kyngreindrar tölfræði hjá sveitarfélögumE. Lög og reglurInnviðaráðuneytið
Utanríkisstefna með áherslu á réttindi hinsegin fólksF. AlþjóðastarfUtanríkisráðuneytið
Síðast uppfært: 23.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum