Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.1. Forvarnir í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli. 

 Virkjað verði net tengiliða verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli í skólum en meðal áhersluþátta heilsueflandi viðmiða eru jafnrétti, kynheilbrigði og öryggi. Tengiliðir, ásamt námsráðgjöfum, fái fræðslu og verkfæri til að stuðla að virkum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem beinist einkum að nemendum, í samhengi við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli. Einnig verði hvatt til að hver skóli helgi ákveðinn tíma á skólaárinu umfjöllun um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni.

  •  Mælikvarði: Allir tengiliðir verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli og námsráðgjafar fái upplýsingar sem stuðli að virkum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
  •  Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  •  Ábyrgðaraðili: Embætti landlæknis.
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Skólameistarafélag Íslands, umboðsmaður barna og heilsugæslan.

Staða verkefnis

Á vorönn 2024 var haldin rafræn fundarröð um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi ætluð starfsfólki framhaldsskóla. Fundarboð voru send til skólameistara, tengiliða Heilsueflandi framhaldsskóla og námsráðgjafa framhaldsskólana og mótttakendur hvattir til að bjóða öðru starfsfólki skóla að mæta á fundina. Haldnir voru þrír rafrænir fundir þar sem fjallað var um skýrslu um áhrif kláms á heilsu og líðan ungmenna sem embætti landlæknis gaf út, handbók um forvarnir gegn kynferðisofbeldi í framhaldsskólum sem félag kynjafræðikennara skrifaði fyrir stopp ofbeldi vefinn, sjúk ást og sjúkt spjall á vegum Stígamóta, rannsóknir á mikilvægi viðbragða þegar sagt er frá kynferðisofbeldi, frá lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og kynning á rafrænum námskeiðum Barna og fjölskyldustofu sem er hluti af þingsályktuninni. Góð mæting var á fundina, þar sem fleiri en 80 mættu á hvern fund og oft fleiri bakvið hvern aðgang. Ánægja var með fundina og þess gætt að halda þá á ólíkum tímum svo að fleiri ættu þess kost að mæta á að minnsta kosti einhvern þeirra.  

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum