Hoppa yfir valmynd
B. Forvarnir í leikskólum

Lýsing á aðgerð

B.2. Þróun námsefnis fyrir leikskóla. 

 Tryggt verði að leikskólar hafi aðgang að vönduðu námsefni sem stuðli að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og henti leikskólabörnum á öllum aldri, sbr. grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Farið verði heildstætt yfir kennslu- og fræðsluefni sem til er og það uppfært og endurútgefið eftir því sem við á. Þá verði þróað nýtt, gagnvirkt efni sem hæfi aldri og þroska nemenda, sbr. þingsályktun nr. 35/149, um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Efnið verði byggt á gagnreyndri þekkingu og þekkingu á leikskólastarfi og sérstöðu leikskólastigsins. Sérstaklega verði tekið tillit til ólíkra þarfa og aðstæðna kynjanna og mismunandi einstaklinga og hópa, svo sem fatlaðra barna, hinsegin barna og barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Þá verði tryggt að námsefnið taki mið af notkun barna á stafrænni tækni. Efninu fylgi greinargóðar leiðbeiningar til starfsfólks leikskóla um notkun þess. Námsefnið verði aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar og verði öllum opið og frjálst til notkunar.

  •  Mælikvarði: Nýtt námsefni fyrir leikskóla verði tilbúið fyrir árslok 2022.
  • Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. á árinu 2021 og 3 millj. kr. á árinu 2022.
  • Ábyrgðaraðili: Barnaverndarstofa/Barnahús.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntamálastofnun, Jafnréttisstofa, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, verkefnið Fræðsla, ekki hræðsla, Þroskahjálp, Tabú og Fjölmenningarsetur.

Staða verkefnis

Í viðbót við það efni sem er nú þegar komið út á vefnum Stopp ofbeldi er búið að opna vefinn Ég veit https://egveit.is/. Vefurinn fjallar um ofbeldi í víðum skilningi m.a. kynbundið ofbeldi. Með kennsluefninu fylgja kennsluleiðbeiningar og samtalsspjöld til að ræða með börnunum. 

Verkefninu telst lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum