Hoppa yfir valmynd
E. Forvarnir í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi

Lýsing á aðgerð

E.2. Fræðsla fagaðila, sjálfboðaliða og annarra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum.

 Fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni verði beint sérstaklega að fagaðilum, sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum, þar á meðal innan heilbrigðiskerfisins, íþróttafélaga, í ferðaþjónustu fatlaðs fólks og á heimilum og í skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Sérstaklega verði fræðslu beint til sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa, íþróttaþjálfara og sjálfboðaliða og til starfsfólks á skammtímadvalarheimilum fyrir fötluð börn. Stjórnendur félaga og stofnana, með stuðningi frá forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, beri ábyrgð á fræðslunni. Tryggt verði að allt starfsfólk hljóti lágmarksfræðslu á netnámskeiði, sbr. aðgerð A.4, með áherslu á viðeigandi aldurshóp og viðbótarfræðslu sem fjalli með ítarlegri hætti um eðli og afleiðingar ofbeldis og áreitni gegn fötluðum börnum.

  • Mælikvarði: 90% fagaðila, sjálfboðaliða og annarra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum innan skipulagðra félaga eða stofnana hafi lokið netnámskeiði fyrir lok árs 2025.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Stjórnendur félaga og stofnana.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Tabú, Æfingastöðin, Íþróttasamband fatlaðra, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Barnaverndarstofa.

Staða verkefnis

Haldinn var fundur með tengiliðum aðgerðarinnar og þingsályktunin kynnt árið 2022. Haldinn var fundur með tengiliðum aðgerðarinnar ásamt aðilum innan sveitarfélaga sem fara með mál fatlaðra barna og ungmenna í byrjun árs 2024 þar sem netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu, sbr. aðgerð A.4, var kynnt. Þá fengu þátttakendur einnig kynningu á fræðsluefni frá Ráðgjafa- og greiningarstöðinni sem er efni ætlað börnum með öðruvísi taugaþroska. Þá var það kynnt að kallað verður eftir gögnum um fjölda starfsfólks sem lokið hefur námskeiðinu vorið 2024.

 Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum