Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.2. Skólaskrifstofur sveitarfélaga.

Skólaskrifstofur sveitarfélaga, með stuðningi frá forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, miðli þekkingu og veiti leikskólum og grunnskólum, ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, stuðning til að tryggja að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði samþættar skólastarfi, einkum í kennslu, og að starfsfólk hljóti fræðslu. Skólaskrifstofurnar tryggi að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði markviss þáttur í skólastefnu sveitarfélaga og í forvarnastefnu hvers skóla um sig. Skólaskrifstofurnar haldi utan um tölfræðiupplýsingar um fræðslu í sínu umdæmi og miðli upplýsingum um árangur til forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  • Mælikvarði: Allar skólaskrifstofur hafi miðlað þekkingu til leik- og grunnskóla á sínu svæði í lok árs 2024.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Skólaskrifstofur.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, leik- og grunnskólar, Barnaverndarstofa og félagsþjónusta sveitarfélaga.

Staða verkefnis

Fundað hefur verið með skólaskrifstofum, skólum utan skólaskrifstofa og sjálfstætt starfandi skólum og þingsályktunin kynnt fyrir þeim, þá var netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu, sbr. aðgerð A.4, einnig kynnt. Undirbúningur til að tryggja að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði markviss þáttur í skólastefnu sveitarfélaga og forvarnarstefnu hvers skóla er vel á veg kominn. Í upphafi árs 2024 var það kynnt fyrir skólaskrifstofum að kallað verði eftir gögnum um fjölda starfsfólks skóla sem lokið hafa námskeiðinu, í lok skólaárs 2024. Þá vou einnig kynnt drög að forvarnaráætlun til að tryggja með markvissum hætti að fræðsla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni fari inn í alla árganga skólanna ásamt vefgátt MMS, StoppOfbeldi.

Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum