Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.3. Ritstjóri hjá Menntamálastofnun.

Innan Menntamálastofnunar starfi ritstjóri/verkefnisstjóri í a.m.k. hálfu starfi sem hafi það hlutverk að byggja upp þekkingu á námsefnisgerð sem styðji forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, þar á meðal gerð námsefnis í jafnréttis- og kynjafræðum. Verkefnisstjórinn skal fylgja eftir þeim verkefnum sem Menntamálastofnun eru falin samkvæmt aðgerðaáætlun þessari. Verkefnisstjórinn skal tryggja að nýtt námsefni sé unnið í samráði við fræðafólk og frjáls félagasamtök til að tryggja að stuðst sé við faglega þekkingu og reynslu af því að beina fræðslu til barna og ungmenna. Verkefnisstjórinn starfi á meðan áætlunin er í gildi en stöðugildið verði endurskoðað í næstu aðgerðaáætlun með tilliti til árangurs af starfinu.

  • Mælikvarði: Ritstjóri/verkefnisstjóri hafi tekið til starfa á árinu 2021.
  • Kostnaðaráætlun: 6 millj. kr. á ársgrundvelli vegna launa- og starfsmannakostnaðar.
  • Ábyrgðaraðili: Menntamálastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofa (Barnahús), Jafnréttisstofa, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, háskólar og frjáls félagasamtök.

Staða verkefnis

Ritstjóri starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu við að sjá til að útbúið sé námsefni til að þjóna forvörnum meðal barna og ungmenna um kynbundið ofbeldi og áreitni. 

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum