Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.5. Efling kynjafræðikennslu.

Staðið verði að kynningarátaki um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum og þar á meðal um gildi þess að gera kynjafræði að skyldufagi, sbr. 23. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Samhliða verði námsefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og um kynheilbrigði og kynhegðun kynnt fyrir framhaldsskólakennurum, sbr. aðgerð D.3.

  • Mælikvarði: Kynningarátak um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum hafi átt sér stað á árinu 2022.
  • Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr. á árinu 2022.
  • Ábyrgðaraðili: Jafnréttisstofa.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélag Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, menntavísindasvið háskólanna og embætti landlæknis.

Staða verkefnis

Námsefni fyrir framhaldsskóla sbr. aðgerð D.3. er tilbúið að vef MMS. Kennsluefnið hefur þegar verið kynnt ásamt mikilvægi kynjafræðikennslu á ráðstefnu Stígamóta Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans sem fram fór föstudaginn, 10. mars 2023. Höfundar ásamt fulltrúa MMS kynntu efnið stuttlega á Fræðslufundi skólameistara og MRN um Jafnréttis- og EKKO mál 10. maí 2023 og ítarlegri kynning á efninu samhliða kynningu á mikilvægi kynjafræðikennslu fyrir skólastjórnendur fór fram á Fræðslufundi skólameistara og MRN um gildi kynjafræðikennslu 6. desember sama ár.
Verkefninu telst lokið en kynning á efninu og mikilvægi kynjafræðikennslu mun halda áfram og hafa höfundar námsefnisins fyrir framhaldsskólana t.a.m. verið með kynningar á því og mikilvægi kynjafræðikennslu á Rafrænni fundarröð um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í framhaldsskólum á vegum Embættis landlæknis og Sambands íslenskra sveitarfélaga 7. febrúar 2024.

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum