Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.5. Aðgengi að námsefni og fræðsluefni.

 Náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í leik-, grunn- og framhaldsskólum verði aðgengilegt á einum stað og merkt sérstaklega í leitarbrunni á vefsvæði Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun setji fram faglegar kröfur sem slíkt efni þarf að uppfylla til að hægt sé að hýsa það á vefsvæði stofnunarinnar. Lögð verði áhersla á að efnið byggist á gagnreyndum aðferðum.

  • Mælikvarði: Náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði merkt sérstaklega í leitarbrunni á vefsvæði Menntamálastofnunar árið 2021.
  • Kostnaðaráætlun: 1,5 millj. kr. vegna vinnu við vef.
  • Ábyrgðaraðili: Menntamálastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Barnaverndarstofa, Jafnréttisstofa, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Staða verkefnis

Vefurinn  Stopp ofbeldi! https://stoppofbeldi.namsefni.is/  er vistaður á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.  Inn á vefinn bætist sífellt við efni og nýjasta efnið eru námskeið frá Barna- og fjölskyldustofu  sem ætluð eru starfsfólki sem vinnur með börnum.  Einnig er nýlega kominn inn EKKO leiðarvísir fyrir framhaldsskóla. 

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum