Hoppa yfir valmynd

Leyfisbréf kennara

lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi í ársbyrjun 2020. Með þeim er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda, í takt við alþjóðlega þróun, sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Við gildistöku laganna féllu úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008.

Samkvæmt 4. mgr. 20. gr. laganna munu áður útgefin leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla uppfylla skilyrði fyrir leyfisbréfi með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi tóku til. Einstaklingur sem kennir í dag og fær laun sem leiðbeinandi, en hefur leyfisbréf á öðrum skólastigum, mun því sjálfkrafa uppfylla skilyrði fyrir leyfisbréfi sem nær til leik-, grunn- og framhaldsskólastigs. Réttarstaða viðkomandi skýrist af gildandi ráðningarsamningi að öðru leyti hvað varðar launasetningu og ráðningartímabil.
Öll leyfisbréf kennara falla undir gildissvið laganna frá og með 1. janúar 2020. Kennarar með áður útgefin leyfisbréf hafa þar með kennsluréttindi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Á þessu er sérstaklega tekið með eftirfarandi texta í 20. grein laganna: „Áður útgefin leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla munu, með gildistöku þessara laga, uppfylla skilyrði fyrir leyfisbréfi samkvæmt þessum lögum með sérhæfingu á því skólastigi sem fyrri kennsluréttindi þeirra tóku til.“
Nei, ekki er gert ráð fyrir að gefin verði út ný leyfisbréf við gildistöku nýrra laga. 
Háskólar bera ábyrgð á að skipuleggja kennaranám sem uppfyllir skilyrði laganna. Fyrirspurnum um skipulag náms eða viðbætur í námi skal beina til háskóla sem bjóða upp á nám til kennsluréttinda. Nemendur sem innritast í kennaranám frá og með skólaárinu 2021-2022 skulu útskrifast af námsbrautum skipulögðum samkvæmt lögunum. Reglugerð um hæfniramma sem ætlað er að veita leiðsögn um inntak kennaramenntunar mun koma út vorið 2020. Nánari leiðbeiningar gefa háskólar sem bjóða upp á nám til kennsluréttinda.

Til að hljóta leyfisbréf þarf viðkomandi að hafa lokið meistaraprófi til kennsluréttinda. Einstaklingur sem fær höfnun á umsókn um leyfisbréf á að fá rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun þar sem tilgreindar eru hvaða kröfur eru gerðar um útgáfu leyfisbréfs og að hvaða leyti skortir á að hann uppfylli þær. Við gildistöku laganna fluttust stjórnsýsluákvarðanir vegna afgreiðslu leyfisbréfa til Menntamálastofnunar og verða kæranlegar til ráðuneytisins. Þar af leiðandi ber að vísa erindum um hvort einstaklingur uppfylli skilyrði fyrir leyfisbréfi til Menntamálastofnunar.

Samkvæmt lögunum mun Menntamálastofnun fara með ákvörðunarvald vegna útgáfu leyfisbréfa á grundvelli 10. gr. Stjórnvaldsákvarðanir sem verða teknar á grundvelli nýrra laga um veitingar og synjanir leyfisbréfa verða þar með kæranlegar til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Það felur í sér að stjórnvaldsákvarðanir Menntamálastofnunar í tengslum við veitingu leyfisbréfa geta sætt endurskoðun í ráðuneytinu. Í samræmi við framangreint og til að koma í veg fyrir vanhæfi ráðuneytisins til að fjalla um mál sem æðra stjórnvald á síðari stigum, mun ráðuneytið að svo stöddu ekki fjalla um einstök álitaefni tengd útgáfu leyfisbréfa samkvæmt hinum nýju lögum. Samkvæmt gildandi lögum gefur ráðherra út leyfisbréf fyrir kennara til að mega kalla sig leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara. Ákvarðanir sem ráðuneytið tók á grundvelli fyrri laga fólu í sér endanlega afgreiðslu máls á stjórnsýslustigi.“
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum