Hoppa yfir valmynd

Samstarf

Tilgangur nefndarinnar er að auka traust og formfestu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, bæta stjórnsýslu hins opinbera og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnum og þörfum hvors aðila fyrir sig. Nefndin skal fara yfir einstök mál sem vísað er til hennar og jafnframt skal nefndin taka sérstaklega upp á fundum sínum umræðu um með hvaða hætt er unnt að bæta verkferla og samskipti þessara stjórnsýslustiga, sbr. 6. mgr. 128. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Sjá skipun nefndarinnar.

Núgildandi samstarfssáttmáli er frá 2. apríl 2008 og er hann ótímabundinn en með ákvæði um endurskoðun ef annar hvor aðili telur ástæðu til.

Evrópuráðið

Ráðuneyti sveitarstjórnarmála hefur tekið þátt í starfsemi á vegum Evrópuráðsins sem snýr að sveitarstjórnarmálum með setu í stýrinefndum sem meðal annars leggja áherslu á staðbundið lýðræði og íbúalýðræði.

Í kjölfar endurskipulagningar á starfsemi Evrópuráðsins 1. janúar 2014, hóf starfsemi ný stýrinefnd, Evrópunefnd um lýðræði og stjórnunarhætti - the European Committee on Democracy and Governance (CDDG), og hefur Ísland tekið þar þátt eins og í starfsemi fyrri stýrinefndar (CDLG).

Stýrinefndin er vettvangur þar sem deilt er upplýsingum og reynslu af umbótaverkefnum og nýbreytni sem varða aukna möguleika íbúa til að taka þátt í og hafa áhrif á  nærsamfélag sitt (íbúalýðræði), nýbreytni í opinberri stjórnsýslu  og í samskiptum ólíkra stjórnsýslustiga (ríkis og sveitarfélaga). Nefndin bregst einnig við beiðnum frá aðildarríkjum um miðlun upplýsinga og reynslu sem varða verkefni nefndarinnar.

Evrópuráðið hefur beint ýmsum tilmælum varðandi staðbundin stjórnvöld til aðildarríkja sinna. Tilmælin hafa sum hver verið höfð til hliðsjónar við lagasetningu hér á landi.

Samband íslenskra sveitarfélaga tekur enn fremur þátt í sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins en það er ráðgefandi gagnvart ráðherranefnd og þingi Evrópuráðsins, sjá nánar á vef Sambandsins.

Norðurlöndin

Samstarf við önnur Norðurlönd hefur verið verið umtalsvert þótt ekki sé þar formlegur samstarfsvettvangur, til dæmis er ekki fjallað sérstaklega um sveitarstjórnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs eða Norrænu ráðherranefndarinnar.

Um langt árabil hafa norrænir ráðherrar sveitarstjórnarmála árlega haldið sameiginlegan fund þar sem helstu verkefni landanna á svið sveitarstjórnarmála hafa verið kynnt og rædd. Slíkur fundur var síðast haldinn hér á landi 2016.

Annað samstarf

Ráðuneytið tekur reglulega á móti erlendum sendinefndum sem vilja kynna sér málefni sveitarstjórnarstigsins hér á landi og hvernig samskiptum ríkis og sveitarfélaga er háttað.

Síðast uppfært: 26.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum