Hoppa yfir valmynd

Ferðamenn og náttúra

Náttúra og menningarminjar eru eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu hér á landi og hefur erlendum ferðamönnum fjölgað afar hratt á síðustu árum. Ferðaþjónusta er þannig umfangsmikil atvinnugrein sem nýtir auðlindir íslenskrar náttúru með tilheyrandi álagi á fjöldamörgum stöðum. Þá fer hverskonar útivist Íslendinga vaxandi.

Íslensk náttúra og menningarminjar er víða viðkvæm, ekki síst á mörgum vinsælustu ferðamannastöðunum. Þörf er á skipulagðri uppbyggingu margskonar innviða ef vernda á þau gæði sem staðirnir búa yfir jafnframt því að auka öryggi ferðamanna sem þá sækja. Má þar nefna uppbyggingu eins og göngustíga, öryggisgirðingar, þjónustumiðstöðvar, merkingar, sem og eftirlit og landvörslu.

Til að móta stefnu, samræma og skipuleggja aðgerðir á þessu sviði hefur Alþingi sett lög um gerð landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegra minja. Markmið laganna er ná heildrænt utan um þá staði sem þarfnast verndunar vegna aukins ágangs af völdum ferðamennsku og útivistar. Þá er þeim ætlað að samræma heildstæða stefnu um uppbyggingu, rekstur og viðhald innviða í þágu náttúruverndar og til verndar menningarsögulegum minjum.

Samkvæmt lögunum skal gerð stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára sem Alþingi samþykkir í formi þingsályktunar auk þriggja ára verkefnaáætlunar sem er hluti af og innan ramma tólf ára áætlunarinnar. Með áætlun til tólf ára er lögð áhersla á langtímahugsun innviðauppbyggingar, yfirsýn og hagkvæmni í ráðstöfun ríkisfjármuna.

Stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára var fyrst samþykkt sem þingsályktun árið 2018. Fyrsta þriggja ára verkefnaáætlunin, sem lýtur að staðbundnum innviðaverkefnum, leit dagsins ljós sama ár og hefur síðan verið endurskoðuð og útgefin á hverju ári.

Sjá einnig:

FERÐAMENN OG NÁTTÚRA

Síðast uppfært: 16.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum