Hoppa yfir valmynd

Vísinda- og nýsköpunarráð

Í júlí 2023 skipaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fulltrúa í Vísinda- og nýsköpunarráð til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um Vísinda- og nýsköpunarráð nr. 137/2022. Samkvæmt 5. gr. laganna skipar ráðherra níu fulltrúa í ráðið á grundvelli tillagna sérstakrar tilnefningarnefndar, þar af einn sem formann ráðsins. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir með sama hætti.

Lög um Vísinda- og nýsköpunarráð tóku gildi 1. apríl 2023. Markmið laganna er að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. 

Hlutverk Vísinda- og nýsköpunarráðs er að:

  • Veita ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun og ráðherra sem fer með málefni vísinda og nýsköpunar ráðgjöf um stefnumótun á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar, sérstaklega gagnvart mikilvægum samfélagslegum áskorunum.
  • Veita ráðherranefnd endurgjöf með því að fjalla um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda og setja fram rökstuddar tillögur að umbótum með tilvísun í alþjóðlega þróun á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar. 
  • Stuðla að upplýstri og gagnrýnni umræðu um vísindi, tækni og nýsköpun, stöðu greinanna og mikilvægi fyrir íslenskt samfélag með skýrslum og opnum fundum. 
  • Birta árlega stöðuskýrslu um vísindi, tækniþróun og nýsköpun á Íslandi.
  • Vinna með sérfræðingum á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar innan ráðuneyta að betri þekkingu á stöðu vísinda-, tækniþróunar- og nýsköpunarmála á Íslandi, reglubundnum kynningum og mælikvörðum á sviðinu.

Aðalmenn:

  • Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, formaður
  • Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri
  • Finnur Ulf Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
  • Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Össuri
  • Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis
  • Lotta María Ellingsen, dósent í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands
  • Paul Nurse, forstöðumaður Crick Institute í Bretlandi
  • Robert Jan-Smits, formaður stjórnar Eindhoven háskóla í Hollandi

Varamenn:

  • Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EFTA í Brussel
  • Ásthildur Margrét Otharsdóttir, meðeigandi og fjárfestingastjóri hjá Frumtaki
  • Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
  • Karl Ægir Karlsson, prófessor líffræði við Háskólann í Reykjavík
  • Kristinn Rúnar Þórisson, prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Kormákur Hlini Hermannsson, yfirverkfræðingur og meðstofnandi Nox Medical
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
  • Örn Almarsson, stofnandi Axelyf

Hlutverk ráðherranefndar um vísindi og nýsköpun er að samræma stefnu stjórnvalda á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar. Er nefndinni ætlað að auka yfirsýn, skerpa framtíðarsýn og efla gagnsæi í stefnumálum vísinda og nýsköpunar og styðjast í því efni við virka ráðgjöf Vísinda- og nýsköpunarráðs.

Þeir ráðherrar sem eiga fast sæti í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Samkvæmt 4. gr. laga um Vísinda- og nýsköpunarráð er umsýsla og undirbúningur funda fyrir bæði Vísinda- og nýsköpunarráð og ráðherranefnd um vísindi- og nýsköpun, hjá ráðuneyti vísinda. Starfsmaður ráðuneytis vísinda gegnir hlutverki ritara nefndarinnar. Ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar skipar fulltrúa þeirra ráðherra sem sitja í ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun í samstarfshóp ráðuneyta um vísindi og nýsköpun.

Hlutverk samstarfshóps ráðuneyta um vísindi og nýsköpun er að undirbúa fundi Vísinda- og nýsköpunarráðs og ráðherranefndar um vísindi og nýsköpun auk þessa að samtvinna vinnu ráðuneytanna á þessu sviði.

Ráðherra háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar hefur skipað fulltrúa í samstarfshóp ráðuneyta um vísindi og nýsköpun. Í hópnum eru:

Aðalmenn:

  • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti
  • Rósa Guðrún Erlingsdóttir, forsætisráðuneyti
  • Guðmundur Skúli Hartvigsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Kristín Ninja Guðmundsdóttir, heilbrigðisráðuneyti
  • Sveinn Kári Valdimarsson, matvælaráðuneyti
  • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Herdís Helga Schopka, umhverfisráðuneyti

Varamenn:

  • Pétur Berg Matthíasson, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti
  • Svavar Daníelsson, forsætisráðuneyti
  • Freydís Vigfúsdóttir, matvælaráðuneyti
  • Björk Óttarsdóttir, mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Kjartan Ingvarsson, umhverfisráðuneyti

 

Netfang Vísinda- og nýsköpunarráðs er [email protected].

Sjá einnig:

Vísinda- og nýsköpunarráð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum